Við höfum BESTA vinnu­umhverfið

Ávarp stjórnarformanns

Samþætting að baki og sókn framundan

Kæru hluthafar. Síðasta starfsár var mjög erfitt. Mikil orka fór í kaup á eignum frá 365 og samþætting í framhaldi var erfiðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hluthafar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun en gengisþróun hefur verið sérstaklega óhagfelld og hlutabréf fyrirtækisins lækkað um hátt í helming á síðustu 12 mánuðum.

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Sýnar
Ávarp forstjóra

Sterkar stoðir sameinaðs fyrirtækis til framtíðar

Fyrsta ár sameinaðs fyrirtækis er að baki þar sem stórum verkefnum hefur verið lokið og er félagið fjárhagslega sterkt og með mikil tækifæri í breiðari starfsemi. Óhætt er hins vegar að viðurkenna að þær væntingar sem bundnar voru við reksturinn árið 2018 og horfur fyrir 2019 hafa ekki gengið eftir. Fyrir því eru ýmsar ástæður.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar
Mannauður

Sameining tveggja menningarheima

Árið 2018 hafa verkefni Mannauðs að miklu leyti snúið að sameiningarferli Sýnar. Að sameina tvo menningarheima er vandasamt verkefni og lögð hefur verið áhersla á að skapa nýja, sameiginlega menningu.

Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumeistari ásamt samstarfsfólki sínu
-32,7%
EBITDA hlutfall
0 %
+3,5%
EBITDA (m. kr.)
0
+53,9%
Heildartekjur (m. kr.)
0
-56,4%
Hagnaður ársins (m. kr.)
0
+44,7%
Fjárfestingar (m. kr.)
0
Janúar
Fokk Ofbeldi
Vodafone og UN Women tóku höndum saman í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Vodafone er stoltur styrktaraðili UN Women og Fokk Ofbeldi-herferðar þeirra sem fer m.a. fram með sölu á Fokk Ofbeldi-húfum. Fokk Ofbeldi-herferðinni er ætlað að vekja fólk til vitundar um ofbeldi gegn konum og stúlkum.
Febrúar
Vodafone bakhjarl KSÍ
Forveri Sýnar, Fjarskipti, gerði í febrúarbyrjun samstarfssamning við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) um að gerast einn af bakhjörlum sambandsins en bakhjarlar hafa það sameiginlega markmið að auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um land allt. Samstarfssamningurinn gildir í tæp þrjú.
Svipmyndir frá árinu

Svipmyndir frá árinu

Bleikur október hjá Sýn Sýn lagði Bleiku slaufunni lið og voru höfuðstöðvarnar við Suðurlandsbraut baðaðar í bleika litnum allan október.
Vodafone bakhjarl KSÍ  Vodafone á Íslandi gerðist einn af bakhjörlum KSÍ. Samstarfssamningur Vodafone og KSÍ gildir í tæp þrjú ár en Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð.
Fréttastofan flytur á Suðurlandsbraut Langþráðum áfanga var náð í lok árs þegar fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar  flutti á Suðurlandsbraut, þar sem höfuðstöðvar og önnur starfsemi Sýnar hf. eru til húsa.
Forsætisráðherrar fræðast um 5G Forsætisráðherrar Norðurlandanna funduðu í maí í Svíþjóð og litu inn á sýningu sem fjarskiptafyrirtækin stóðu fyrir í tilefni af fundinum. Vodafone á Íslandi sýndi fram á hvernig NB-IoT tæknin, sem er hluti af fyrstu 5G stöðlunum, nýtist í snjallvæðingu borgarsamfélagsins.
Sýn fær gullvottun Microsoft Sýn hf. hefur hlotið gullvottun frá Microsoft á sviði fyrirtækjamarkaðar og skýjalausna. Gullvottunina hljóta fyrirtæki sem ná góðum árangri í sölu og eru með hæft starfsfólk í að veita þjónustu og ráðgjöf í tengslum við lausnir Microsoft.
Með Landsbjörg í blíðu og stríðu Fjölmargir nýir bakverðir bættust við stuðningssveit Landsbjargar og enn aðrir gáfu einstök framlög eða hækkuðu mánaðarlegt framlag sitt til félagsins þegar landssöfnun fór fram á Stöð 2 í haust. Nýtt myndver Stöðvar 2 var prufukeyrt við þetta tækifæri.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.