Við höfum BESTA vinnuumhverfið
Samþætting að baki og sókn framundan
Kæru hluthafar. Síðasta starfsár var mjög erfitt. Mikil orka fór í kaup á eignum frá 365 og samþætting í framhaldi var erfiðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hluthafar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun en gengisþróun hefur verið sérstaklega óhagfelld og hlutabréf fyrirtækisins lækkað um hátt í helming á síðustu 12 mánuðum.
Sterkar stoðir sameinaðs fyrirtækis til framtíðar
Fyrsta ár sameinaðs fyrirtækis er að baki þar sem stórum verkefnum hefur verið lokið og er félagið fjárhagslega sterkt og með mikil tækifæri í breiðari starfsemi. Óhætt er hins vegar að viðurkenna að þær væntingar sem bundnar voru við reksturinn árið 2018 og horfur fyrir 2019 hafa ekki gengið eftir. Fyrir því eru ýmsar ástæður.
Sameining tveggja menningarheima
Árið 2018 hafa verkefni Mannauðs að miklu leyti snúið að sameiningarferli Sýnar. Að sameina tvo menningarheima er vandasamt verkefni og lögð hefur verið áhersla á að skapa nýja, sameiginlega menningu.