Árið 2018

Svipmyndir frá árinu

Forsætisráðherrar fræðast um 5G Forsætisráðherrar Norðurlandanna funduðu í maí í Svíþjóð og litu inn á sýningu sem fjarskiptafyrirtækin stóðu fyrir í tilefni af fundinum. Vodafone á Íslandi sýndi fram á hvernig NB-IoT tæknin, sem er hluti af fyrstu 5G stöðlunum, nýtist í snjallvæðingu borgarsamfélagsins.
Sýn fær íslenskuviðurkenningu Sýn hf. var eitt sjö fyrirtækja sem fékk sérstaka viðurkenningu í Degi íslenskrar tungu og komst í úrslit um Hvatningarverðlaun viðskiptalífsins fyrir eftirtektarverða notkun á íslensku máli. Viðurkenninguna fékk Sýn fyrir nýyrðasmíði í þáttaröðinni „Ég er risaeðla” sem sýnd er á barnastöðinni Hopster.
Með Landsbjörg í blíðu og stríðu Fjölmargir nýir bakverðir bættust við stuðningssveit Landsbjargar og enn aðrir gáfu einstök framlög eða hækkuðu mánaðarlegt framlag sitt til félagsins þegar landssöfnun fór fram á Stöð 2 í haust. Nýtt myndver Stöðvar 2 var prufukeyrt við þetta tækifæri.
Jólapeysudagur hjá Sýn  Í desember var jólapeysudagurinn haldinn hátíðlegur og óhætt er að segja að húmorinn hafi heldur betur fengið að njóta sín í botn.
Bleikur október hjá Sýn Sýn lagði Bleiku slaufunni lið og voru höfuðstöðvarnar við Suðurlandsbraut baðaðar í bleika litnum allan október.
Sýn fær gullvottun Microsoft Sýn hf. hefur hlotið gullvottun frá Microsoft á sviði fyrirtækjamarkaðar og skýjalausna. Gullvottunina hljóta fyrirtæki sem ná góðum árangri í sölu og eru með hæft starfsfólk í að veita þjónustu og ráðgjöf í tengslum við lausnir Microsoft.
Vodafone bakhjarl KSÍ  Vodafone á Íslandi gerðist einn af bakhjörlum KSÍ. Samstarfssamningur Vodafone og KSÍ gildir í tæp þrjú ár en Vodafone annast meðal annars fjarskiptaþjónustu KSÍ og veitir sambandinu tæknilega aðstoð.
Fréttastofan flytur á Suðurlandsbraut Langþráðum áfanga var náð í lok árs þegar fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar  flutti á Suðurlandsbraut, þar sem höfuðstöðvar og önnur starfsemi Sýnar hf. eru til húsa.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.