Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Samfélag og umhverfi
Sýn hf. sýnir samfélagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu sem fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð.
Samfélagsábyrgð félagsins skiptist í þrjú áherslusvið; sameiginlegt virði, sjálfbærni og hlítni. Áhersla er lögð á að hámarka jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir félagið og alla hagsmunaaðila. Lögð er áhersla á aukna sjálfbærni og lagt upp úr því að halda jafnvægi á milli efnahags, umhverfis og samfélags í rekstrinum auk þess sem starfað er í hlítni við íslensk lög, reglur og almenn viðmið.
Sem dæmi um árangur af stefnu félagsins í þessum efnum má nefna víðtæka vottun skv. ISO 27001 staðlinum sem félagið undirgengst árlega. Sýn hf. lauk nú í lok nóvember vottunarferli félagsins samkvæmt vinnuverndarstaðlinum ISO 45001 og er fyrst íslenskra fyrirtækja til að fá vottunina samkvæmt nýrri útgáfu staðalsins.
Áherslur samfélagsábyrgðar Sýnar
Stefna Sýnar hf. er að gæta jafnréttis á öllum sviðum
Jafnréttismál eru félaginu hugleikin og gætt er að því að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, kynþáttar, þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, skoðana og annarra þátta. Að þessu leyti geymir jafnréttisáætlun stefnu félagsins í mannréttindamálum. Umburðarlyndi er ríkjandi þáttur í samskiptum á vinnustaðnum. Jafnréttisnefnd er starfrækt innan fyrirtækisins auk þess sem fyrirtækið hefur markað sér jafnréttisáætlun í samstarfi við Jafnréttisstofu.
Umhverfismál
Sýn hefur sett sér ákveðin markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. Sýn hf. skrifaði undir loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar um markmið í loftslagsmálum og hefur einnig einsett sér að efla vistvænar samgöngur, draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri orkunýtingu. Félagið hefur einsett sér að ganga um landið af virðingu, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Þannig er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski. Sýn hf. hefur sett sér það markmið að flokka allt sorp sem fellur til í starfseminni, auka þannig endurvinnslu og draga úr ónauðsynlegri urðun á sorpi. Leitast er við að lágmarka notkun á óendurnýjanlegum auðlindum og losun skaðlegra efna út í umhverfið eins og kostur er.
Á árinu fluttist öll sameinuð starfsemi félagsins í höfuðstöðvar Sýnar hf. að Suðurlandsbraut 8-10. Lögð er áhersla á heilbrigði og vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum. Í höfuðstöðvum félagsins er mikið lagt upp úr góðri hljóðvist, loftræstingu og birtuskilyrðum og má þar nefna að eingöngu er notast við LED perur í skrifstofurýminu með tilliti til endingar, ljósgæða, hagkvæmni og áhrifa á umhverfið. Fræðsla til starfsfólks um mikilvægi flokkunar á sorpi var aukin, auk þess sem flokkunartunnum var fjölgað og gerðar sýnilegri. Keyptir voru minni matardiskar með það að markmiði að draga úr matarsóun sem skilaði árangri. Hlutfall tvíhliða prentunar jókst umtalsvert eftir að prentarastillingum var breytt. Sýn hf. styður starfsfólk til að stunda vistvænar samgöngur t.d. með því að veita samgöngustyrk sem fólk er duglegt að nýta sér, almenningssamgöngur eru mjög aðgengilegar frá Suðurlandsbrautinni. Einnig er boðið upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla, læsta hjólageymslu og framúrskarandi búningsaðstöðu.
Flokkað sorp
Tvíhliðaprentun
Stjórnarhættir
Stjórnarhættir Sýnar hf. taka mið af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, lögum nr. 81/2003 um fjarskipti, lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla og öðrum almennum lögum sem gilda um starfsemina, reglum um útgefendur fjármálagerninga, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og einstakra undirnefnda stjórnar.
- Lögin má nálgast á vef Alþingis, www.althingi.is, en samþykktir og reglur félagsins á www.syn.is.
Félagið hefur verið vottað fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem hægt er að nálgast á heimasíðu Viðskiptaráðs Íslands, www.vi.is. Sýn hf. hefur einnig fengið vottað og staðfest að stjórnkerfi fyrirtækisins fyrir upplýsingaöryggi samræmist alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001. Þá hefur fyrirtækið fengið Hvatningarverðlaun jafnréttismála.
Nokkrir áhættuþættir í starfsemi félagsins eru erlend og innlend samkeppni og tæknibreytingar sem geta leitt af sér fækkun viðskiptavina og lækkun verðs. Félagið veitir um 550 manns atvinnu og því hefur þróun launa á Íslandi mikil áhrif á rekstur félagsins. Félagið er þjónustufyrirtæki og því hafa þættir sem hafa áhrif á viðskiptavini félagsins; svo sem hagvöxtur, neyslustig og kaupmáttur áhrif á rekstur félagsins. Félagið kaupir aðföng fyrir meira en 3 ma. kr. í erlendri mynt á hverju ári og því hefur gengi íslensku krónunnar talsverð áhrif á rekstur félagsins.
Að ofan hefur verið lýst helstu ófjárhagslegu lykilmælikvörðum félagsins og þeim megináhættum sem tengjast þessum málum í rekstri félagsins. Sýn hf. hefur komið sér upp gildum, ferlum og skipulagi til að koma í veg fyrir að félagið valdi skaða með starfsemi sinni. Félagið stundar ábyrga stjórnarhætti með það að markmiði að styrkja innviði Sýnar hf. og auka gagnsæi.
Félagið vinnur eftir skýrum siðareglum með hagsmuni viðskiptavina, starfsfólks, hluthafa sem og samfélagsins alls að leiðarljósi. Siðareglur Sýnar hf. fela í sér siðferðisleg viðmið starfsmanna og leiðbeiningar um viðbrögð við siðferðislegum álitamálum. Fyrirtækið virðir einkalíf viðskiptavina í einu og öllu og hefur persónuverndarsjónarmið í huga þegar vörur og þjónustur eru þróaðar.
Ófjárhagslegar upplýsingar
Við vinnslu á ófjárhagslegum upplýsingum er stuðst við ESG leiðbeiningar sem Nasdaq hafa sett fram fyrir skráð fyrirtæki á markaði. Þessi viðmið uppfylla ákveðna þætti hins alþjóðlega staðals Global Reporting Initative sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum um samfélagsábyrgð með gagnsæjum og skýrum hætti. Sýn hf. vinnur þessar upplýsingar í samstarfi við Klappir Core.
E, S og G ásamt tölustöfum eru vísanir í atriði tengd umhverfi (Environment), samfélagi (Society) og stjórnarháttum (Governance).
Umhverfi
Umhverfisþættir (E) | Ár | ||||
REKSTRARTÖLUR | Eining | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 |
Heildartekjur | m.kr | 13.724 | 13.655 | 14.268 | 21.951 |
Fjöldi starfsmanna í árslok | fj.stm | 372 | 345 | 610 | 592 |
Stærð skrifstofuhúsnæðis | m2 | 5.830 | 2.382 | 3.220 | 4.058 |
Fjárfesting í sjálfbærni | m.kr | - | - | - | 4.148 |
Hlutfall endurnýjanlegrar orku | % | 72% | 92% | 92% | 93% |
LYKILTÖLUR | Eining | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 |
Bein og óbein losun gróðurhúsalofttegunda (E1|UNGC|GRI 305-1 to 305-4) | |||||
Umfang 1 | tCO2í | 160,5 | 165,6 | 149,7 | 166,1 |
Umfang 2 (landsnetið) | - | 693,7 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
Umfang 2 (með afskráningu upprunaáb.) | - | - | 73,8 | 71,4 | 90,4 |
Umfang 3 | - | 13,3 | 19,2 | 16,7 | 85,8 |
Samtals (Umfang 1, 2 [landsnetið], og 3) | tCO2í | 867,5 | 258,6 | 237,8 | 342,3 |
Mótvægisaðgerðir | - | 0 | 0 | 0 | 0 |
Kolefnisspor án mótvægisaðgerða | tCO2í | 867,5 | 258,6 | 237,8 | 342,3 |
Kolefniskræfni (E2|UNGC|GRI 305-4) | |||||
Kolefniskræfni orku | kgCO2í/MWs | 129,89 | 34,38 | 32,96 | 36,57 |
Kolefniskræfni starfsmanna | tCO2í/fj.stm. | 2,33 | 0,75 | 0,39 | 0,58 |
Kolefniskræfni tekna | tCO2í/mkr | 0,06 | 0,02 | 0,02 | 0,02 |
Bein og óbein orkunotkun (E3|UNGC|GRI 302-1, 302-2) | |||||
Heildarorkunotkun | kWst | 6.678.658 | 7.521.060 | 7.215.788 | 9.358.350 |
Vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti | - | 610.959 | 629.927 | 569.777 | 648.710 |
Vegna raforkunotkunar | - | 4.320.217 | 5.962.727 | 5.870.435 | 6.221.034 |
Vegna heitavatnsnotkunar | - | 1.747.482 | 928.406 | 775.576 | 2.488.606 |
Orkukræfni (E4|UNGC|GRI 302-3) | |||||
Orkukræfni starfsmanna | kWst/fj.stm. | 17.953 | 21.800 | 11.829 | 15.808 |
Orkukræfni tekna | kWst/m.kr | 487 | 551 | 506 | 426 |
Orkukræfni flatarmáls | kWst/m2 | 1.146 | 3.157 | 2.241 | 2.306 |
Helstu orkugjafar (E5|UNGC|GRI 302-1) | |||||
Helstu orkugjafar | Orkugerð | Raforka | Raforka | Raforka | Raforka |
Endurnýjanleg orkukræfni (E6|UNGC-P7,P8,P9|GRI 302-1) | |||||
Hlufall endurnýjanlegrar orku | % | 72% | 92% | 92% | 93% |
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku | - | 71% | 100% | 100% | 100% |
Vatnsnotkun (E7|UNGC|GRI 403-5) | |||||
Heildarnotkun á neysluvatni | m3 | - | - | - | 25.262 |
Kalt vatn | - | - | - | - | 25.262 |
Heitt vatn | - | - | - | - | - |
Meðhöndlun úrgangs (E8|UNGC|GRI 306-2) | |||||
Heildarmagn úrgangs | kg | 65.312 | 107.439 | 55.914 | 52.368 |
Flokkað | - | 20.362 | 51.869 | 22.537 | 25.691 |
Óflokkað | - | 44.950 | 55.570 | 33.377 | 26.677 |
Framkvæmdaúrgangur | - | - | - | - | 4.420 |
Úrvinnsla sorps (E8|UNGC|GRI 306-2) | |||||
Flokkað | % | 31% | 48% | 40% | 49% |
Óflokkað | - | 69% | 52% | 60% | 51% |
Úrgangsvísir | kg/m.kr | 5 | 9 | 4 | 3 |
Umhverfis- og auðlindastefna (E9|UNGC|GRI 103-1 to 103-3) | |||||
Hefur félagið innleitt umhverfisstjórnunarkerfi? | Já/Nei | Nei | Já, Klappir Core | Já, Klappir Core | Já, Klappir Core |
Hefur félagið mótað og birt umhverfisstefnu? | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Sérstök umhverfisáhrif (E10|UNGC|GRI 307-1) | |||||
Bar félagið lagalega ábyrgð á umhverfisáhrifum? | Já/Nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Pappírsnotkun (E11|UNGC|GRI 103-2) | |||||
Heildarfjöldi prentaðra blaðsíðna | bls. | - | 119.813 | 205.954 | 279.832 |
Litaprent | % | - | - | - | 23,7% |
Svart/hvítt prent | - | - | - | - | 76,3% |
Tvíhliða prentun | bls. | - | 46.447 | 91.684 | 218.764 |
Eignarstýringarkerfi (E13|UNGC|GRI 103-2) | |||||
Stærð skrifstofuhúsnæðis | m2 | 5.830 | 2.382 | 3.220 | 4.058 |
Hlutfall þess sem notar LED lýsingu | % | 0% | 0% | 50% | 100% |
Viðhengi | Ár | ||||
SUNDURLIÐUN Á LYKILTÖLUM | Eining | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 |
Bein og óbein losun GHL (E1|UNGC|GRI 305-1 to 305-4) | |||||
Heildarlosun | tCO2í | 852 | 259 | 238 | 342 |
Vegna viðskiptaferða | - | - | - | - | 74 |
Þar af flugferðir | - | - | - | - | 74 |
Vegna úrgangs | - | 13 | 19 | 17 | 10 |
Vegna eldsneytisnotkunar | - | 161 | 166 | 150 | 166 |
Vegna rafmagnsnotkunar | - | 1.094 | 72 | 50 | 53 |
Vegna heitavatnsnotkunar | - | 15 | 8 | 7 | 22 |
Helstu orkugjafar (E5|UNGC|GRI 302-1) | |||||
Bensín | lítrar | - | - | - | 13.389 |
Díselolía | - | - | - | - | 52.109 |
Raforka | kWst | 4.320.217 | 5.962.727 | 5.870.435 | 6.221.034 |
Heitt vatn | m3 | 30.129 | 16.007 | 13.372 | 42.907 |
Hlutfall helstu orkugjafa (E5|UNGC|GRI 302-1) | |||||
Helsti orkugjafi | Orkugerð | Raforka | Raforka | Raforka | Raforka |
Jarðefnaeldsneyti | % | 9,1% | 8,4% | 7,9% | 6,9% |
Raforka | - | 64,7% | 79,3% | 81,4% | 66,5% |
Jarðvarmi | - | 26,2% | 12,3% | 10,7% | 26,6% |
Endurnýjanleg orkukræfni (E6|UNGC-P7,P8,P9|GRI 302-1) | |||||
Endurnýjanleg raforka | kWst | 3.067.354 | 5.962.727 | 5.870.435 | 6.221.034 |
Endurnýjanlegur jarðvarmi | - | 1.747.482 | 928.406 | 775.576 | 2.488.606 |
Úrvinnsla sorps (E8|UNGC|GRI 306-2) | |||||
Flokkað | kg | 20.362 | 51.869 | 22.537 | 25.691 |
Óflokkað | - | 44.950 | 55.570 | 33.377 | 26.677 |
Framkvæmdaúrgangur | - | - | - | - | 4.420 |
Samfélag
Ófjárhagslegar upplýsingar (ESG) | Ár | ||||
Samfélagslegir þættir (S) | Eining | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 |
Laun eftir kyni (S2|UNGC|GRI 405-2) | |||||
Niðurstaða jafnlaunavottunar | % | - | - | 2,6% | Í vinnslu |
Starfsmannavelta (S3|UNGC|GRI 401-1) | |||||
Starfsmannavelta | % | 22,3% | 17,8% | 22,8% | 22,4% |
Þar af hættu að eigin ósk | fj. | 61 | 42 | 52 | 94 |
Þar af sagt upp | - | 13 | 15 | 19 | 35 |
Þar af hættu vegna aldurs | - | 1 | 1 | 2 | 1 |
Fjöldi kvenmanna og karlmanna sem létu af störfum | fj. | 75 | 58 | 73 | 130 |
Konur | % | 39% | 33% | 30% | 43% |
Karlar | - | 61% | 67% | 70% | 57% |
Aldursdreifing þeirra sem létu af störfum: | |||||
20-29 | fj. | 45 | 31 | 46 | 69 |
30-39 | - | 22 | 17 | 21 | 37 |
40-49 | - | 7 | 7 | 3 | 13 |
50-59 | - | 0 | 2 | 1 | 6 |
60-69 | - | 1 | 1 | 2 | 4 |
Kynjaskipting (S4|UNGC|GRI 405-1) | |||||
Fjöldi starfsmanna í árslok | fj. | 372 | 345 | 610 | 592 |
Konur | % | 32% | 30% | 32% | 33% |
Karlmenn | - | 68% | 70% | 68% | 67% |
Þar af fjöldi hlutastarfsmanna | fj. | - | - | - | 55 |
Konur | % | - | - | - | 39% |
Karlmenn | - | - | - | - | 61% |
Þar af fjöldi sérfræðinga | fj. | - | - | - | 44 |
Konur | % | - | - | - | 30% |
Karlmenn | - | - | - | - | 70% |
Lykilstjórnendur | fj. | - | - | - | 22 |
Konur | % | - | - | - | 50% |
Karlmenn | - | - | - | - | 50% |
Fjöldi stjórnenda með mannaforráð | fj. | 39 | 33 | 46 | 48 |
Konur | % | 33% | 30% | 33% | 35% |
Karlmenn | - | 67% | 70% | 67% | 65% |
Samsetning starfa (S5|UNGC|GRI 102-8) | |||||
Fastráðningar | % | 88% | 90% | 90% | 90% |
Hlutastarf | - | 9,4% | 8,8% | 8,9% | 9,0% |
Tímabundið starf | - | 2,4% | 1,1% | 1,2% | 1,0% |
Jafnréttisstefna (S6|UNGC|GRI 103-1 to 103-3) | |||||
Hefur félagið mótað og birt jafnréttisstefnu sem það fylgir? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Slysatíðni (S7|UNGC|GRI 403-9) | |||||
Fjarveruslys á vinnustað | fj. | 0 | 0 | 1 | 2 |
Fjarveruslys á leið til og frá vinnu | - | 0 | 0 | 0 | 0 |
Heilsa og öryggi (S8|UNGC|GRI 103-1, 103-2) | |||||
Hefur félagið mótað og birt heildstæða heilsu- og öryggisstefnu? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Fjarvera starfsmanna vegna langtímaveikinda sem hlutfall af heildarvinnustundum | % | 0,1% | 0,4% | 0,1% | 0,3% |
Fjarvera starfsmanna vegna skammtímatímaveikinda sem hlutfall af heildarvinnustundum | - | 3,0% | 3,0% | 2,6% | 2,6% |
Fjarvera starfsmanna vegna veikinda sem hlutfall af heildarvinnustundum (Heilsumælikvarði) | - | 3,1% | 3,4% | 2,7% | 2,9% |
Barna- og nauðungarvinna (S9|UNGC P4,P5|GRI 103-1, 103-2) | |||||
Hefur formleg stefna verið mótuð sem snýr að barnaþrælkun? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Hefur formleg stefna verið mótuð sem snýr að nauðungarvinnu? | - | Já | Já | Já | Já |
Mannréttindi (S10|UNGC P1,P2|GRI 103-1, 103-2) | |||||
Hefur félagið mótað og birt mannréttindastefnu? | Já/Nei | - | - | - | Já |
Mannréttindabrot (S11|UNGC P1,P2|GRI 103-2) | |||||
Fjöldi tilkynninga | fj. | 1 | 1 | 2 | 5 |
Vegna þvingunar og eineltis | - | 0 | 1 | 1 | 2 |
Vegna áreitis og mismununar vegna kynferðis | - | 0 | 0 | 0 | 0 |
Vegna kynferðislegrar áreitni | - | 1 | 0 | 1 | 3 |
Vegna fáfræði | - | 0 | 0 | 0 | 0 |
Vegna brota af öðru tagi | - | 0 | 0 | 0 | 0 |
Tilkynningar sem unnið hefur verið með | - | 1 | 1 | 1 | 5 |
Tilkynningar sem leyst hefur verið úr | - | 1 | 1 | 1 | 5 |
Fjölbreytni stjórnar (S12|UNGC|GRI 405-1,102-24) | |||||
Heildafjöldi stjórnarmanna | fj. | 5 | 5 | 5 | 5 |
Þar af konur | % | 40% | 40% | 40% | 40% |
Þar af menn | - | 60% | 60% | 60% | 60% |
Þar af óháðir stjórnarmenn | - | 80% | 80% | 80% | 80% |
Stjórnarhættir
Ófjárhagslegir þættir (ESG) | Ár | ||||
Stjórnarhættir (G) | Eining | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 |
Aðskilnaður valds í stjórn (G1|UNGC|GRI 102-23) | |||||
Er forstjóri stjórnarformaður? | Já/Nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Er forstjóri stjórnarmeðlimur? | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Stýrir forstjóri nefndum á vegum stjórnar? | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Gegnsæi í störfum stjórnar (G2|UNGC|GRI 102-18, 102-19) | |||||
Hefur framkvæmdastjóri aðgang að niðurstöðum atkvæðagreiðslu stjórnar? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Hefur skoðunar/eftirlitsaðili aðgang að atkvæðagreiðslu stjórnar? | - | Já | Já | Já | Já |
Hefur forstjóri aðgang að atkvæðagreiðslu hvers stjórnarmanns? | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Hefur skoðunar/eftirlitsaðili aðgang að atkvæðagreiðslu hvers stjórnarmanns? | - | Já | Já | Já | Já |
Launatengt hvatakerfi (G3|UNGC|GRI 102-35) | |||||
Eru launatengdir hvatar til staðar til að hvetja stjórnendur til að framfylgja ESG stefnu fyrirtækisins? | |||||
Varðandi umhverfismál? | Já/Nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Varðandi samfélagsmál? | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Varðandi fjármál og stjórnun | - | Já | Já | Já | Já |
Vinnuréttur (G4 |UNGC P3|GRI G4;HR4) | |||||
Styður félagið rétt starfsmanna til þátttöku í starfsmannasamtökum? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Fjöldi starfsmanna í stéttarfélögum | % | 93,0% | 93,3% | 96,0% | 97,2% |
Fjöldi starfsmanna ekki í stéttarfélögum | - | 7,0% | 6,7% | 4,0% | 2,8% |
Birgjamat (G5|UNGC P3|GRI 407-1) | |||||
Hefur félagið mótað og birt birgjastefnu? | Já/Nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Sem tekur til umhverfismála | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Sem tekur til mannréttinda | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Sem tekur til þjóðernis fólks og uppruna | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Sem tekur til mögulegrar spillingar | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Sem tekur til milliliða | - | Nei | Nei | Nei | Nei |
Siðareglur (G6|UNGC P3|GRI 102-38) | |||||
Hefur fyrirtækið mótað og birt siðareglur? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Hafa þær verið samþykktar af stjórninni | - | Já | Já | Já | Já |
Hafa þær verið kynntar starfsmönnum | - | Já | Já | Já | Já |
Aðgerðir gegn spillingu og mútum (G7|UNGC P10|GRI 102-16, 205-1 to 2015-2) | |||||
Hefur félagið mótað og birt stefnu gegn spillingu og mútum? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Hafa verið samþykktar af stjórninni | - | Já | Já | Já | Já |
Hafa verið kynntar starfsmönnum | - | Já | Já | Já | Já |
Hafa verið kynntar opinberlega | - | Já | Já | Já | Já |
Er viðeigandi viðbragðsáætlun til staðar? | - | Já | Já | Já | Já |
Eru viðeigandi verklagsreglur til staðar? | - | Já | Já | Já | Já |
Eru viðeigandi viðbragðsáætlun og verklagsreglur aðgengilegar starfsmönnum? | - | Já | Já | Já | Já |
Gegnsæi skatta og gjalda (G8|UNGC|GRI 201-1, 103-1 to 103-2) | |||||
Hefur félagið mótað og birt skattastefnu? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já |
Skilar félagið skattaskýrslu í öllum þeim ríkjum sem starfsemi þess nær til? | - | Já | Já | Já | Já |
Upplýsingagjöf um sjálfbærni (G9|UNGC|GRI 102-50, 102-54 to 102-56) | |||||
Hefur félagið mótað sjálfbærniskýrslu og birt hana opinberlega? | Já/Nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Aðferð við skýrslugerð (G10|UNGC|GRI 102-31) | |||||
Gefur fyrirtækið út GRI, CDP, SASB, IIRC or UNGC skýrslur? | Já/Nei | Nei | Nei | Nei | Nei |
Áreiðanleiki (G11|UNGC|GRI 102-56) | |||||
Hafa upplýsingar Samfélagsuppgjörins verið staðfestar eða endurskoðaðar af þriðja aðila? | Uppgjörið var birt í fyrsta skipti árið 2018. Unnið var í samvinnu við Klappir grænar lausnir. |