Starfsemin

Stjórn 2018

Stjórn félagsins ásamt forstjóra fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Ásamt forstjóra hefur hún forystu um að móta stefnu, setja markmið og áhættuviðmið félagsins, bæði til skemmri og lengri tíma.

Stjórnarformaður

Heiðar Guðjónsson

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður, er fæddur árið 1972 og er að aðalstarfi framkvæmdastjóri eigin fjárfestingarfélags, Ursus ehf. Hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 11. apríl 2013. Heiðar hefur lokið prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann situr einnig í stjórn Ursus ehf., Köldukvíslar hf., Innviða fjárfestinga slhf. og HS Veitna. Heiðar á ekki eignarhlut í félaginu en fjárhagslega tengdur aðili honum, Ursus ehf., átti 7,98 % hlut í félaginu í árslok 2018.

Stjórnarmaður

Hildur Dungal

Hildur Dungal, varaformaður stjórnar, er fædd árið 1971 og er starfandi lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og formaður stýrihóps stjórnvalda um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hún var fyrst kosin varamaður í stjórn félagsins 9. nóvember 2012 en síðan aðalmaður í stjórn félagsins 11. apríl 2013. Hildur hefur lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einnig varaformaður stjórnar Origo hf. og varamaður stjórnar Bankasýslunnar. Hildur á ekki eignarhlut í félaginu.

Stjórnarmaður

Anna Guðný Aradóttir

Anna Guðný Aradóttir er fædd árið 1956 og starfar sem óháður stjórnarmaður. Hún var fyrst kosin sem varamaður í stjórn félagsins 29. ágúst 2012, en varð síðan aðalmaður í stjórn félagsins 9. nóvember 2012. Hún hefur lokið viðskipta- og rekstrarnámi frá Háskóla Íslands og hefur MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Anna Guðný situr í stjórn Lyfja & heilsu hf. og Faxa ehf. Anna Guðný á ekki eignarhlut í félaginu.

Stjórnarmaður

Hjörleifur Pálsson

Hjörleifur Pálsson er fæddur árið 1963. Hann var fyrst kosinn í stjórn félagsins 11. apríl 2013. Hjörleifur er viðskiptafræðingur, útskrifaður með Cand Oecon gráðu frá Háskóla Íslands 1988. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 1989 og starfaði sem endurskoðandi til 2001. Hann var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar hf. frá 2001 til 2013. Hjörleifur er formaður stjórnar og formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Hann situr í fjárfestingarráði Akurs fjárfestinga slhf., í stjórn Brunns vaxtarsjóðs slhf., í stjórn Florealis ehf., Lotus Pharmaceutical Co., Ltd í Taiwan, Ankra ehf. og UNYQ design Inc. í Bandaríkjunum. Hjörleifur átti 0,03% hlut í félaginu í árslok 2018

Stjórnarmaður

Yngvi Halldórsson

Yngvi Halldórsson var kjörinn aðalmaður í stjórn félagsins á aðalfundi 2017 en hafði áður verið varamaður frá árinu 2014. Yngvi Halldórsson er fæddur árið 1977. Yngvi, sem er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, er að aðalstarfi meðeigandi í fjárfestingafélaginu Alfa Framtak, sem rekur m.a. framtakssjóðinn Umbreytingu. Jafnframt er Yngvi stjórnarformaður hjá Borgarplast hf. Yngvi starfaði hjá Össur frá árinu 2008 til 2018 og gengdi þar ýmsum störfum. Síðast sem CIO and VP of Global Business Services. Árin 2006-2008 var Yngvi sjóðsstjóri erlendra hlutabréfasjóða hjá Landsvaka ehf. en þar áður stýrði hann innleiðingum og samþættingum á upplýsingakerfum Össur Americas. Á árunum 2000-2005 starfaði Yngvi sem ERP Ráðgjafi í Dynamics Nav hjá Maritech ehf. Yngvi átti 0,01% í félaginu í árslok 2018.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.