Starfsemin

Mannauður

Árið 2018 hafa verkefni Mannauðs að miklu leyti snúið að sameiningarferli Sýnar. Að sameina tvo menningarheima er vandasamt verkefni og lögð hefur verið áhersla á að skapa nýja, sameiginlega menningu. Á árinu var starfsmannastefna félagsins uppfærð í takt við áherslur Mannauðs síðustu misseri. Þar er meðal annars fjallað um jafnrétti, sveigjanlegt vinnuumhverfi og heilbrigði starfsfólks

0
Meðalstarfsaldur í árum
0
Fjöldi starfsfólks
0
Meðalaldur í árum
0
0

Jafnréttismál

Sýn fór inn í árið 2018 sem handhafi hvatningarverðlauna jafnréttismála fyrir að hafa unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í karllægum geira og sporna þannig við myndum svokallaðra karla- og kvennastarfa. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að vera til fyrirmyndar í jafnréttismálum og voru verðlaunin því kærkomin viðurkenning á þeirri vinnu sem átt hefur sér stað og þó að þau hafi sannarlega verið gott veganesti inn í árið 2018 má aldrei sofna á verðinum og krefst málaflokkurinn stöðugrar vinnu. 

Árið 2017 hlaut Vodafone jafnlaunavottun en við sameiningu var ljóst að ráðast þurfti í nýja jafnlaunaúttekt á sameinað félag. Undirbúningsvinna fyrir jafnlaunaúttekt hefur staðið yfir frá því í haust. Síðastliðnar vikur hefur verið unnið að því með PWC að smíða jafnlaunakerfi fyrir félagið og er stefnt á lokaúttekt í apríl 2019.

Sæki...

Heilbrigði starfsfólks 

Hluti nýju starfsmannastefnunnar lýtur að því að gæta að heilsu starfsfólks, bæði líkamlegri og andlegri og hefur verið unnið markvisst að því á árinu. Sýn er í virku samstarfi við Vinnuvernd sem veitir greiðan aðgang að fagaðilum á sviði heilbrigðismála.

Í samstarfi við Sidekick Health voru haldnir Heilsuleikar Sýnar en með heilsuleikunum eru starfsmenn hvattir til að huga að heilsunni; hvort sem það er með hreyfingu, hollu mataræði eða hugleiðslu. Í nýju höfuðstöðvunum er sérstakt núvitundarherbergi þar sem starfsfólk hefur aðgang að hugleiðslu í gegnum sýndarveruleikagleraugu. Í núvitundarherberginu eru einnig nuddrúllur, boltar og jógadýnur sem starfsfólk getur nýtt sér  yfir vinnudaginn eða eftir æfingar. 

Þessu tengt fór fyrirtækið í fyrsta skipti í gegnum úttekt og hlaut vottun samkvæmt vinnuverndarstaðlinum ISO 45001. Tók mannauðsteymið virkan þátt í úttektinni og mun vinna áfram úr niðurstöðum úttektarinnar til að gera enn betur á sviði vinnuverndar og heilbrigðismála. 

Það er ýmislegt á döfinni tengt þessum málaflokki og um þessar mundir er unnið náið með fyrirtækinu Kara Connect að því að bjóða starfsfólki Sýnar upp á þjónustu sérfræðinga á vinnutíma eða jafnvel eftir að vinnutíma lýkur. Hugmyndin er að starfsfólk panti tíma eða mæli sér mót við sérfræðing í gegnum netið. Í hröðum heimi teljum við þessa þjónustu henta okkar starfsfólki afar vel þar sem allir eru í kappi við tímann og það getur reynst tímafrekt og kostnaðarsamt að fara úr vinnu til að sækja sér þjónustu fagfólks í heilbrigðisgeiranum.  

Verðlaun og viðurkenningar

Vinnuverndarstaðall ISO 45001
Jafnlaunavottun 2017
Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2017

UNI - Fræðsla innan Sýnar 

UNI er regnhlífarhugtak sem nær yfir alla fræðslu innan Sýnar. UNI býður upp á ýmis námskeið sem tengjast starfsemi félagsins sem og önnur fróðleg námskeið. Seinni hluta árs 2018 fór fram innleiðing á nýrri rafrænni fræðslugátt UNI. Kerfið mun greiða leið fyrir frekari fræðslu og menntun starfsmanna Sýnar og þar verður boðið upp á námskeið sem bæði eru skylda og val fyrir starfsfólk.  

Allir nýir starfsmenn eru boðaðir á grunnnámskeið UNI þar sem farið er yfir starfsemi félagsins á ítarlegan máta. Námskeiðið er haldið ársfjórðungslega og þar kynna framkvæmdastjórar félagsins og aðrir fyrirlesarar starfsemi Sýnar fyrir nýliðum á öllum sviðum. 

Á árinu var sett á laggirnar fræðsluráð Sýnar. Megintilgangur ráðsins er að hafa  yfirsýn yfir fræðslu innan félagsins. Ráðið metur einnig fræðsluþörf innan deilda félagsins með hliðsjón af lögbundnum skyldum Sýnar. Í ráðinu sitja fræðslustjóri félagsins, fræðslufulltrúi sem starfar á sviði vöruþróunar og tveir fulltrúar gæða- og öryggisdeildar Sýnar. 

Árið 2018 var unnið markvisst að því að breyta vinnustaðamenningu innan Sýnar og færa gögn yfir í hið svokallaða ský. Í því felst að kenna á þau tól sem við höfum í Office 365 umhverfinu og fleira því tengt.

Það er tekið vel á móti nýju starfsfólki hjá Sýn

Á döfinni 

Á síðastliðnu ári hefur teymi mannauðs verið að fóta sig í nýju umhverfi með hartnær helmingi fleira starfsfólk en árið áður. Fyrstu mánuði ársins voru nýttir í að skilja ný störf innan félagsins, greina þarfir og kynnast nýju samstarfsfólki. Á seinni hluta ársins hefur verið unnið að því að koma ferlum í fastan farveg, kenna ný vinnubrögð, fylgja stefnu og skilgreina verkefni næsta árs. Fjöldamörg tækifæri eru til sóknar á sviði mannauðsmála á komandi misserum og ýmis verkefni komin á teikniborðið sem vonast er til að hægt verði að ráðast í á árinu 2019, til að mynda að skoða vettvang á netinu fyrir frammistöðumat og frammistöðustjórnun á allt félagið.

Veitingastaður á heimsmælikvarða BESTA Bistro á 6. hæð
FM957 Vala Eiríks dagskrárgerðarkona á FM957
Í BESTA Bistro er eldaður hollur og góður matur á hverjum degi Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumeistari ásamt samstarfsfólki sínu
Góður starfsandi Hjá Sýn leggjum við mikið upp úr því að hafa gaman í vinnunni og góðan starfsanda
Bítið á Bylgjunni Heimir og Gulli vakna með hlustendum í Bítinu á Bylgjunni
Fréttir Stöðvar 2 Edda Andrésdóttir
Fjölbreyttar vinnustöðvar BESTA vinnuumhverfið býður upp á fjölbreyttar vinnustöðvar sem henta þeim verkefnum sem starfsfólk sinnir hverju sinni
X977 Frosti og Máni þáttastjórnendur Harmageddon á X977
Innlend þáttagerð Fannar Freyr Magnússon klippari að störfum í hljóðveri
Opið vinnurými Opið vinnurými stuðlar að opnum samskiptum og styður við jafnrétti á vinnustaðnum
Stórbrotið útsýni úr höfuðstöðvum Sýnar Vinnustöðvar eru allar með upphækkanlegum borðum
Verslanir Vodafone Vodafone Vodafone rekur 4 verslanir, á Suðurlandsbraut 8, Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri
Kaffibarinn Það er alltaf heitt á könnunni

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.