Starfsemin

BESTA vinnuumhverfið

BESTA er ný og nútímaleg nálgun á vinnustaðnum sem styður við sveigjanleika og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Höfuðmarkmiðið með BESTA er að skapa hvetjandi og hagkvæmt vinnuumhverfi sem virkjar starfsfólk til sköpunar og samvinnu þvert á teymi.

Á síðustu árum hefur verið aukin krafa um sveigjanleika á vinnustöðum og það hefur sýnt sig að eitt hentar ekki öllum. Sumir þrífast á því að vinna í návígi við aðra á meðan aðrir vinna best í ró og næði. Stundum eru verkefnin okkar líka þess eðlis að við þurfum að geta unnið saman og stundum þurfum við að geta dregið okkur í hlé.

BESTA vinnuumhverfið er sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem hver starfsmaður á að geta unnið við þær aðstæður sem honum hentar best hverju sinni. Með því að auka sveigjanleika aukum við ánægju og framleiðni starfsfólks. Sveigjanlegt vinnuumhverfi er ekki bara húsgögn og herbergi. Það lýtur líka að því hvernig við högum tímanum okkar, hvaðan við vinnum, heilsu okkar og fleira. Sýn vill leggja aukna áherslu á sveigjanleika þegar kemur að samþættingu vinnu og einkalífs.

Vellíðan ofar öllu

Í BESTA vinnuumhverfinu er lögð áhersla á vellíðan í vinnu. Vellíðan í vinnu er í grunninn ný starfsmannastefna Sýnar þar sem mikið er lagt upp úr heilsueflingu starfsmanna, bæði líkamlegri og andlegri. Við teljum að við innleiðingu BESTA vinnuumhverfisins verði Sýn aðlaðandi vinnustaður sem eykur samkeppnishæfni okkar um hæft starfsfólk. Á sama tíma bætum við ímynd fyrirtækisins og upplifun viðskiptavina okkar en við trúum því að ánægt starfsfólk skili ánægðari viðskiptavinum.

Fjölmargar ástæður liggja að baki því að ákveðið var að innleiða BESTA vinnuumhverfið hjá Sýn á Íslandi. Um leið og við hagræðum í rekstri með því að fækka fermetrum og nýta plássið betur gefst tækifæri til að stórbæta vinnuaðstöðu starfsmanna.

Ný og vönduð húsgögn voru tekin í notkun en við val á þeim voru þægindi og heilsa starfsmanna höfð að leiðarljósi. Þá var sérstaklega hugað að því að tryggja góða hljóðvist, lýsingu og loftgæði en allt eru þetta mikilvægir þættir sem hafa áhrif á líðan starfsfólks í vinnunni.

Í höfuðstöðvum Sýnar er sérstakt núvitundarherbergi sem starfsfólk getur nýtt sér í amstri dagsins til að hugleiða eða taka léttar teygjur

Frjálst sætaval

BESTA vinnuumhverfið er opið vinnurými. Þar eru engar skrifstofur en nóg af fundarherbergjum, verkefnaherbergjum og annarskonar vinnuaðstöðu. Í BESTA vinnuumhverfinu á enginn sína föstu starfsstöð en til þess að sporna við sóun og stytta boðleiðir hefur einingum fyrirtækisins þó verið stillt upp á ákveðna staði í húsinu. Þannig sitja teymi sem vinna mikið saman á sama svæði og auðvelt er að finna þau sem þú leitar að.

Suðurlandsbraut 8

BESTA vinnuumhverfið

BESTA bistro Bjartur og rúmgóður veitingastaður á 6. hæð
Hljóðver Sýnar Á 2. hæð eru hljóðver Bylgjunnar, FM957 og X977 staðsett
RED Room Fjölbreytt fundaraðstaða á 2. hæð
Bolafjall Fundaraðstaða á 3. hæð
Búningsaðstaða Vel útbúin búningsaðstaða starfsfólks á 2. hæð
Fjölbreytt vinnuaðstaða Í höfuðstöðvum Sýnar er fjölbreytt vinnuaðstaða í boði
Fræðslu- og fyrirlestrasalur á 6. hæð Utan matmálstíma breytist BESTA Bistro í fræðslu- og fyrirlestrasal
Fjölmörg fundarherbergi eru í höfuðstöðvum Sýnar Fjölmörg fundarherbergi eru í höfuðstöðvum Sýnar

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.