Árið 2018

Gengi á markaði

Töluverð hreyfing var á hlutabréfaverði félagsins á árinu, hækkanir í upphafi árs og lækkanir í lok þess í kjölfar afkomuviðvaranna félagsins. Gengi félagsins fór úr 67,8 í lok árs 2017 í 41,8 í lok árs 2018 sem er 38,3% lækkun milli ára.

Alls nam velta með bréf í félaginu tæplega 15,9 milljörðum króna á árinu 2018, í alls 682 viðskiptum. Mest var velta með bréf félagsins í nóvember, en heildarvelta þess mánuðar nam tæplega 4 milljörðum króna.

Útgefið hlutafé félagsins í upphafi árs nam 2.964 m.kr. og stóð óbreytt í árslok. Félagið á engin eigin bréf og er útistandandi hlutafé því það sama og útgefið.

Gengi á markaði 2018

10 stærstu hluthafar við árslok 2018

Nafn hlutur %
Gildi lífeyrissjóður 13,4%
Landsdowne Partners Limited 12,2%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 10,7%
Ursus ehf. 8,0%
Birta lífeyrissjóður 6,4%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A deild 6,1%
Stapi lífeyrissjóður 4,9%
Kvika banki hf. 4,3%
Landsbankinn hf. 4,0%
Festa - Lífeyrissjóður 4,0%

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.