Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Rekstraryfirlit 2018
Rekstrarárið 2018 var fyrsta ár sameinaðs félags eftir að félagið keypti tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða á milli ára. Tekjur hækkuðu um 54% milli ára og EBITDA um 4%.
Heildartekjur
Ytri aðstæður hafa haft áhrif á rekstur félagsins þar sem óvissa í efnahagslífinu og mikil samkeppni á markaðnum, sér í lagi á seinni hluta árs, hefur haft neikvæð áhrif á tekjur félagsins. Kostnaður hefur farið hækkandi fyrst og fremst vegna hinnar keyptu starfsemi og þess kostnaðar sem þeim rekstri fylgir, en einnig vegna almennra launahækkana og áhrifa af veikingu íslensku krónunnar.
Skipting tekjustrauma
Miklar breytingar hafa orðið á tekjusamsetningu félagsins frá því að ljósvaka- og fjarskiptarekstur 365 miðla hf. var keyptur. Fjölmiðlun hefur tekið stærstum breytingum en sá tekjustraumur hefur aukist um 212% milli ára. Síðastliðin ár hafa farsími og fastlína átt minnkandi hlut í heildartekjum félagsins á sama tíma og internet- og fjölmiðlunartekjur eru veigameiri. Þróun félagsins hefur því verið í þá átt að vera með fjölþættari tekjustoðir.
EBITDA
EBITDA nam 3.248 m.kr. á árinu 2018 og var EBITDA framlegðin 14,8%. Lækkun EBITDA framlegðar á milli ára er tilkomin vegna hins keypta reksturs sem hefur einnig minni fjárfestingarþörf og veltufjárbindingu í hlutfalli við tekjur.
Hagnaður og arðsemi eiginfjár
Afskriftir og fjármagnsgjöld hafa hækkað um 41,4% milli ára, samhliða aukinni skuldsetningu og fjárfestingum félagsins í tengslum við kaup þess á tilteknum eignum og rekstri 365 Miðla hf.
Hagnaður félagsins lækkaði um 56% og arðsemi eigin fjár fór úr 10,7% á árinu 2017 í 4,4% á árinu 2018.